Fyrstu skrefin
Það sem þarf til að byrja með er Cricut vél, límspjald (fylgir með), hnífur (fylgir með), tölva eða spjaldtölva (bluetooth), Cricut appið og efni til að skera.
Hladdu niður Cricut-appinu og skráðu þig inn í DesignSpace (Cricut-appið er til í PlayStore og AppleStore) á netinu er Design Space
Tengdu Cricut við rafmagn og með USB við tölvuna
Í spjaldtölvu þarf að fara í Settings - Bluetooth - opna fyrir Cricut tengingu (Pin er 0000)
Í Design Space er nauðsynlegt að skrá sig inn en það þarf ekki að kaupa áskrift. Með nýrri vél fæst þó einn mánuður í ókeypis áskrift (það þarf að skrá sig í áskrift í gegnum AppStore á Íslandi)
Í Design Space er hægt að hanna ýmislegt. Þar er hægt að nálgast ókeypis myndir en líka er hægt að nálgast myndir á netinu og vinna þær áfram í t.d. InkScape. Design Space tekur inn myndir á formati: jpg, gif, bmp, svg eða dxf. Athuga að ef myndir eru vistaðar í svg í InkScape þarf að vista þær sem Plain SVG (ekki InkScape SVG).