Myndband frá Cricut sem útskýrir uppbyggingu Design Space
Í Design Space er hægt að ná í myndir, ýmsar leturgerðir, form og verkefni sem aðrir hafa sett inn.
Það er hægt að kaupa aðgang að Design Space. Með hverju nýju tæki fæst einn mánuður í prufuáskrift. Eina leiðin til þess að kaupa aðgang frá Íslandi er að nota App Store. Það þarf að skrá sig í gegnum iOS kerfi.
Leturgerðir/fontar. Það er fjöldinn allur af leturgerðum í Design Space, sumt ókeypis og annað kostar. Það er hægt að nálgast mikið af ókeypis leturgerðum á netinu og hlaða þeim niður í tölvur. Allar leturgerðir sem eru í viðkomandi tölvu birtast líka í Design Space.